7.7.4 Verkefni yngri flokka - Unglingaflokkur 14 til 17 ára.
7.7.4.3 Unglingaflokkur Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur, þ.e. annað hvort tölt eða brokk á langhliðum.
7.7.5 Keppnisréttur í úrslitum yngri flokka Á félagsmótum skulu þeir keppendur, sem hæstar einkunnir hafa hlotið í forkeppni, koma aftur fyrir dómnefnd og skal þá endanlega skorið úr um röð keppenda í úrslitakeppninni. Í úrslitakeppni skulu taka þátt jafnmargir knapar og verðlaun eiga að hljóta. Framkvæmdanefnd sér um að allir keppendur beri greinileg númer á báðum hliðum t.d. á stígvélum.
7.7.6 Framkvæmd úrslita í yngri flokkum Hestunum er riðið samtímis, en með ákveðnu millibili, í dóm. Stjórnandi segir til um í samræmi við reglur hvaða atriði ber að sýna hverju sinni. Hann skal sjá um að jafnt sé riðið á báðar hendur.
Úrslitakeppni – unglingaflokkur Hægt tölt, brokk, yfirferð á langhliðum, annað hvort tölt eða brokk. Minnst tvo hringi til hvorrar handar. Í báðum flokkum skal meta ásetu í úrslitakeppni. Eftir hverja gangtegund er gefin einkunn fyrir hvern keppanda og í lokin fyrir stjórnun og ásetu. Stjórnun og áseta í unglingaflokki gildir eins og ein gangtegund.
7.7.4.3 Unglingaflokkur Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur, þ.e. annað hvort tölt eða brokk á langhliðum.
7.7.5 Keppnisréttur í úrslitum yngri flokka Á félagsmótum skulu þeir keppendur, sem hæstar einkunnir hafa hlotið í forkeppni, koma aftur fyrir dómnefnd og skal þá endanlega skorið úr um röð keppenda í úrslitakeppninni. Í úrslitakeppni skulu taka þátt jafnmargir knapar og verðlaun eiga að hljóta. Framkvæmdanefnd sér um að allir keppendur beri greinileg númer á báðum hliðum t.d. á stígvélum.
7.7.6 Framkvæmd úrslita í yngri flokkum Hestunum er riðið samtímis, en með ákveðnu millibili, í dóm. Stjórnandi segir til um í samræmi við reglur hvaða atriði ber að sýna hverju sinni. Hann skal sjá um að jafnt sé riðið á báðar hendur.
Úrslitakeppni – unglingaflokkur Hægt tölt, brokk, yfirferð á langhliðum, annað hvort tölt eða brokk. Minnst tvo hringi til hvorrar handar. Í báðum flokkum skal meta ásetu í úrslitakeppni. Eftir hverja gangtegund er gefin einkunn fyrir hvern keppanda og í lokin fyrir stjórnun og ásetu. Stjórnun og áseta í unglingaflokki gildir eins og ein gangtegund.