Tilgangur og markmið félagsins.
Tilgangur og markmið félagsins er að vera málssvari gæðingadómara, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og koma fram fyrir hönd gæðingadómara.
Félaginu er ætlað það hlutverk að stuðla að öflugri menntun og þjálfun gæðingadómara og að sjá til þess að dómarar mæti sem best undirbúnir til leiks við dómsstörf. Félagið ber ábyrgð á að félagsmenn hljóti viðeigandi endurmenntun og hefur virkt eftirlit með störfum félagsmanna.
Félagsmenn.
Félagsmenn eru allir gæðingadómarar sem hlotið hafa samþykkt stjórnar L.H.
Starfsemi félagsins
Stjórn félagsins er skipuð sjö félagsmönnum; Einn formaður, fjórir meðstjórnendur og tveir varamenn. Stjórn skipar fimm manna fræðslunefnd sem hefur umsjón með menntun og þjálfun félagsmanna.
Það er á ábyrgð stjórnar að gæta hagsmuna gæðingadómara í hvívetna. Það er hlutverk stjórnar að sjá til þess að dómarar beiti sanngjörnum vinnubrögðum við dómsstörf og dæmi eftir sinni bestu sannfæringu í samræmi við gildandi lög og reglur.
Stjórn félagsins sér um úthlutun gæðingadómara á gæðingamót hverju sinni. Aðilarfélög L.H. sækja um dómara á gæðingamót skv. lögum L.H. Stjórn G.D.L.H. ber ábyrgð á að útvega gæðingadómara á öll lögleg gæðingamót.
Erlendir gæðingadómarar eru félagsmenn í G.D.L.H. Það er aðeins eitt gæðingadómarafélag starfandi og eru allir löglegir gæðingadómarar því félagsmenn í G.D.L.H. Stjórn félagsins ber ábyrgð á að allir félagsmenn hafi jafnan rétt innan félagsins. Stjórn sér til þess að alllir félagsmenn hafi jafnan aðgang að menntun og fræðslu, óháð staðsetningu.
Fræðslunefnd
Stjórn félagsins skipar fimm manna fræðslunefnd. Fræðslunefnd er aðeins skipuð landsdómurum og hefur nefndin umsjón með menntun og þjálfun gæðingadómara. Fræðslunefnd ber ábyrgð á því að upprifjunar- og endurmenntunarnámskeið séu haldin reglulega, innanlands jafnt sem utanlands. Fræðslunefnd ber einnig ábyrgð á að nýdómara- og landsdómaranámskeið séu haldin reglulega. Það er hlutverk fræðslunefndar að halda uppi öflugu fræðslustarfi fyrir félagsmenn og a‘ tryggja að samræmi sé í dómsstörfum.
Erlendir gæðingadómarar
Gæðingakeppnin fer fram skv. lögum og reglum L.H. og er gæðingakeppni aðeins lögleg fylli framkvæmd gæðingakeppninnar kröfur laga og reglna L.H. Á það við um allar gæðingakeppnir, óháð staðsetningu. Aðeins landsþing L.H. hefur vald til þess að breyta reglum gæðingakeppninnar.
Það er aðeins á valdi L.H. að veita aðilum viðurkenningu til að sinna dómsstörfum í gæðingakeppni. G.D.L.H. starfar í umboði L.H. og heldur utan um alla gæðingadómara. Því eru allir gæðingadómarar, óháð staðsetningu og þjóðerni, félagsmenn í G.D.L.H.
G.D.L.H. er því í raun alþjóðlegt dómarafélag, með félagsmenn frá yfir 8 þjóðum. Því fylgir ábyrgð og skyldur. Það er hlutverk stjórnar og fræðslunefndar að sjá til þess að erlendir dómarar hafi jafnan aðgang að starfsemi félagsins og á ábyrgð stjórnar að gæta hagsmuna félagsmanna jafnt á erlendum vettvangi sem innlendum.
Tilgangur og markmið félagsins er að vera málssvari gæðingadómara, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og koma fram fyrir hönd gæðingadómara.
Félaginu er ætlað það hlutverk að stuðla að öflugri menntun og þjálfun gæðingadómara og að sjá til þess að dómarar mæti sem best undirbúnir til leiks við dómsstörf. Félagið ber ábyrgð á að félagsmenn hljóti viðeigandi endurmenntun og hefur virkt eftirlit með störfum félagsmanna.
Félagsmenn.
Félagsmenn eru allir gæðingadómarar sem hlotið hafa samþykkt stjórnar L.H.
Starfsemi félagsins
Stjórn félagsins er skipuð sjö félagsmönnum; Einn formaður, fjórir meðstjórnendur og tveir varamenn. Stjórn skipar fimm manna fræðslunefnd sem hefur umsjón með menntun og þjálfun félagsmanna.
Það er á ábyrgð stjórnar að gæta hagsmuna gæðingadómara í hvívetna. Það er hlutverk stjórnar að sjá til þess að dómarar beiti sanngjörnum vinnubrögðum við dómsstörf og dæmi eftir sinni bestu sannfæringu í samræmi við gildandi lög og reglur.
Stjórn félagsins sér um úthlutun gæðingadómara á gæðingamót hverju sinni. Aðilarfélög L.H. sækja um dómara á gæðingamót skv. lögum L.H. Stjórn G.D.L.H. ber ábyrgð á að útvega gæðingadómara á öll lögleg gæðingamót.
Erlendir gæðingadómarar eru félagsmenn í G.D.L.H. Það er aðeins eitt gæðingadómarafélag starfandi og eru allir löglegir gæðingadómarar því félagsmenn í G.D.L.H. Stjórn félagsins ber ábyrgð á að allir félagsmenn hafi jafnan rétt innan félagsins. Stjórn sér til þess að alllir félagsmenn hafi jafnan aðgang að menntun og fræðslu, óháð staðsetningu.
Fræðslunefnd
Stjórn félagsins skipar fimm manna fræðslunefnd. Fræðslunefnd er aðeins skipuð landsdómurum og hefur nefndin umsjón með menntun og þjálfun gæðingadómara. Fræðslunefnd ber ábyrgð á því að upprifjunar- og endurmenntunarnámskeið séu haldin reglulega, innanlands jafnt sem utanlands. Fræðslunefnd ber einnig ábyrgð á að nýdómara- og landsdómaranámskeið séu haldin reglulega. Það er hlutverk fræðslunefndar að halda uppi öflugu fræðslustarfi fyrir félagsmenn og a‘ tryggja að samræmi sé í dómsstörfum.
Erlendir gæðingadómarar
Gæðingakeppnin fer fram skv. lögum og reglum L.H. og er gæðingakeppni aðeins lögleg fylli framkvæmd gæðingakeppninnar kröfur laga og reglna L.H. Á það við um allar gæðingakeppnir, óháð staðsetningu. Aðeins landsþing L.H. hefur vald til þess að breyta reglum gæðingakeppninnar.
Það er aðeins á valdi L.H. að veita aðilum viðurkenningu til að sinna dómsstörfum í gæðingakeppni. G.D.L.H. starfar í umboði L.H. og heldur utan um alla gæðingadómara. Því eru allir gæðingadómarar, óháð staðsetningu og þjóðerni, félagsmenn í G.D.L.H.
G.D.L.H. er því í raun alþjóðlegt dómarafélag, með félagsmenn frá yfir 8 þjóðum. Því fylgir ábyrgð og skyldur. Það er hlutverk stjórnar og fræðslunefndar að sjá til þess að erlendir dómarar hafi jafnan aðgang að starfsemi félagsins og á ábyrgð stjórnar að gæta hagsmuna félagsmanna jafnt á erlendum vettvangi sem innlendum.