Þann fyrsta nóvember síðastliðinn fór fram aðalfundur félagsins. Á hann mættu rúmlega tuttugu félagsmenn. Fundurinn fór fram með hefðbundum hætti, Magnús Sigurjónsson kynnti skýrslu stjórnar og lagði fram ársreikning félagsins. Valdimar Ólafsson fulltrúi fræðslunefndar kynnti starf nefndarinnar á árinu. Málefnalegar umræður sköpuðust á fundinum um störfin á árinu og hvernig mætti bæta úr því sem betur má fara .
Kosningar fóru fram og var kosið um formann, tvö sæti í aðalstjórn og tvö í varastjórn. Fór það svo að Magnús Sigurjónsson fékk stuðning fundarins til þess að gegna áfram formennsku í félaginu. Ólafur Árnason hlaut kosningu í aðalstjórn og tekur sæti í stjórn sem ritari félgagsins. Gísli Guðjónsson, Helga Claessen og Stefán Ágústsson endurnýjuðu öll umboð sitt til áframhaldandi stjórnarstarfa. Stjórnin þakkar fyrir góðan fund og hlakkar til komandi árs í góðu samstarfi við dómara félagsins. Stjórn 2017 - 2018 Magnús Sigurjónsson, formaður. Ágúst Hafsteinsson, gjaldkeri. Ólafur Árnason, ritari. Gísli Guðjónsson, aðalstjórn. Ingibergur Árnason, aðalstjórn. Helga Claesson, varastjórn. Stefán Ágústsson, varastjórn.
1 Comment
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |