Dómaranámskeið GDLH vorið 2018
Fyrirhugað er að halda ný- og landsdómarapróf í gæðingakeppni á komandi vori. Stjórn GDLH stefnir á að prófið fari fram á Norðurlandi að þessu sinni en það ræðst að sjálfsögðu af þátttöku. Við viljum beina þeim tilmælum til hestamannfélaga, að athuga áhuga á námskeiðinu, hjá sínum félagsmönnum. Þeir sem kunna að hafa áhuga sendi vinsamlegast póst á e-mailið [email protected]. Stjórn gæðingadómarafélagsins bendir á að mörg hestamannafélög styrkja félagsmenn sín um þátttöku á dómaranámskeiðum og bendum við fólki á að hafa samband við sín hestamannafélög og sækja um styrk. Námskeiðinu verður skipt á tvær helgar, þá fyrri fer fram bókleg kennsla og seinni helgina verkleg kennsla meðfram gæðingamóti. Kostnaður við nýdómarapróf og gögn er 70.000 kr. og landsdómarapróf og gögn kostar 45.000 kr. Stjórn GDLH
0 Comments
Leave a Reply. |
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |