Dómarapróf GDLH
Stjórn og fræðslunefnd gæðingadómarafélagsins hafa ákveðið að bjóða upp á ný- og landsdómarapróf í gæðingakeppni. Bóklegi hlutinn mun fara fram á Blönduósi helgina 14.-15. apríl. Verklegi hluti námskeiðsins mun fara fram samhliða gæðingamóti í vor og verður nánar auglýst fyrir þátttakendur hvaða dagsetning og staðsetning verður fyrir valinu þegar nær dregur. Skráning berist á netfangið [email protected] Verð nýdómaraprófs og gagna er 70.000 kr Verð landsdómaraprófs og gagna er 45.000 kr Skráningafrestur á ný- og landsdómarapróf er 23.mars. Þátttakendur staðfesta skráningu sína með því að greiða 25.000 kr staðfestingargjald og senda kvittun fyrir staðfestingargjaldinu á [email protected] Reikningsnúmer 526-26-42110 Kennitala: 421008-0940 Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel undirbúnir til leiks og verði búnir að kynna sér lög og reglur LH ásamt leiðara gæðingadómara. Stjórn og fræðslunefnd áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið ef ekki næst næg þátttaka. Stjórn gæðingadómarafélagsins bendir á að mörg hestamannafélög styrkja félagsmenn sín um þátttöku á dómaranámskeiðum og bendum við fólki á að hafa samband við sín hestamannafélög og sækja um styrk. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við eftirtalda aðila. Magnús Sigurjónsson formaður GDLH ; sími 698-3168 Gísli Guðjónsson formaður fræðslunefndar ; sími 849-4505
1 Comment
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |