Eins og allir vita þurftum við að aflýsa samhæfingarnámskeiðum vetrarins vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu í dag. Það hafið flest þegar skilað inn niðurstöðum úr heimadæmdu hestunum og við viljum freista þess að nota svipaða aðferð til þess að klára endurmenntun vetrarins. Seinna í dag föstudaginn 20.mars munum við senda út myndbönd af tveimur hestum sem eru hugsaðir eins og þau rubic próf sem þið kannist við frá undan förnum árum. Frestur til að skila inn prófinu er til miðnættis á sunnudaginn 22.mars. Allir munu fá ítarlegar niðurstöður úr þessum prófum og stjórn GDLH mun hafa þau til hliðsjónar við niðurröðun á mót og val á dómurum á landsmót. Ef þíð hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við Valdimar Ólafsson eða Stefán Ágústsson.
1 Comment
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
October 2024
Fréttir |