Gæðingadómara- og landsdómaranámskeið á vegum Gæðingadómarafélags Landssambands hestamannafélaga
Gæðingadómarafélag Landssambands hestamannafélaga auglýsir ný- og landsdómaranámskeið ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin samanstanda af fjarfyrirlestrum, heimaverkefnum og staðbundnu námi og munu standa frá miðjum apríl. Lokapróf verða tekin helgina 29. maí til 1. júní. Námskeiðsgjald sem greiðist fyrirfram er: Nýdómaranámskeið: kr 80,000 Landsdómaranámskeið: kr 60,000 Skráning og nánari upplýsingar: Fræðslunefnd GDLH veitir allar upplýsingar og tekur á móti skráningum í gegnum netfangið gdlhdomarar(hjá)gmail.com Fyrir hönd fræðslunefndar, Lárus Ástmar Hannesson, formaður
0 Comments
Aðalfundur GDLH verður haldinn í Vindási félagsheimili Borgfirðings miðvikudaginn 27.nóvember kl 20.
Hefðbundin aðalfundarstörf. Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga að lagabreytingu. 9. gr Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, formaður sérstaklega til eins árs og fjórir meðstjórnendur til tveggja ára, tveir og tveir í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Kosnir skulu tveir varamenn til eins árs. Tveir skoðunarmenn skulu kosnir á aðalfundi og tveir til vara. Stjórnin annast almenna stjórn félagsins milli aðalfunda og gætir laga og reglna sem gilda hverju sinni. Stjórnin skal sjá um að framkvæma samþykktir aðalfundar. Stjórn skal boða til dómararáðstefnu á hverju hausti. Stjórn er heimilt að boða til félagsfunda milli aðalfunda ef ástæða þykir til. Stjórn er skylt að boða til félagsfundar ef 1/3 félagsmanna óska þess skriflega. Stjórn skal fyrir 1. maí ár hvert senda stjórn L.H. skrá yfir starfandi gæðingadómara. 9. gr Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, formaður sérstaklega til eins árs og fjórir meðstjórnendur til tveggja ára, tveir og tveir í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Kosnir skulu tveir varamenn til eins árs. Tveir skoðunarmenn skulu kosnir á aðalfundi og tveir til vara. Stjórnin annast almenna stjórn félagsins milli aðalfunda og gætir laga og reglna sem gilda hverju sinni. Stjórnin skal sjá um að framkvæma samþykktir aðalfundar. Stjórn skal boða til dómararáðstefnu á hverju hausti. Stjórn er heimilt að boða til félagsfunda milli aðalfunda ef ástæða þykir til. Stjórn er skylt að boða til félagsfundar ef 1/3 félagsmanna óska þess skriflega. Stjórn skal fyrir 1. MARS ár hvert senda stjórn L.H. skrá yfir starfandi gæðingadómara. Kveðja stjórn GDLH Aðalfundur félagsins fer fram þann 15. nóvember í Hlíðskjálf félagsheimili Sleipnis á Selfossi og hefst klukkan 20:00. Í skjalinu hér að neðan er að finna fundargerð frá síðasta aðalfundi. HEFÐBUNDIN AÐALFUNDARSTÖRF. STJÓRN GDLH. ![]()
AÐALFUNDI FRESTAÐ
Aðalfundur verður haldinn Þriðjudaginn 31. október, klukkan 20:00
Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi. Hefbundin aðalfundarstörf Hlökkum til að sjá sem flesta og það verður heitt á könnunni. Stjórn GDLH. |
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
March 2025
Fréttir |