Aðalfundur félagsins fór fram þann 13 nóvember í húsakynnum ÍSÍ. Fráfarandi stjórn fór yfir starfsárið og ársreikning félagsins sem var samþykktur einróma. Fræðslunefnd félagsins fór yfir það helsta sem hún hefur fengist við á starfsárinu. Þeir sem vilja fræðast frekar um fundinn er bent á fundgerð hans undir hér á síðunni undir fundargerðir stjórnar.
Ljóst var að kjósa þurfti nýjan formann þar sem Erlendur Árnason fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til starfa að þessu sinni og er honum hér með þakkað fyrir góð störf í þágu félgsins. Jón Þorberg Steindórsson gaf einn kost á sér til formennsku og hlaut hann einróma kosningu. Lögum samkvæmt var kosið um tvö sæti í stjórn, til tveggja ára, en Þar sem Jón Þorberg sat í stjórn bættist við laust sæti til eins árs. Ágúst Hafsteinsson var endurkjörinn en ný inn í stjórn koma þau Randi Holaker og Reynir Örn Pálmason. Darri Gunnarsson og Jóhann G. Jóhannsson hlutu endurkjör í varastjórn. Að loknum kosningum var tekið til við önnur mál en þær umræður voru einkar frjóar og gagnlegur og ljóst að ný stjórn hefur úr ýmsu að moða eftir þær. Nýrri stjórn er hér með óskað velfarnaðar í starfi um leið og þeirri gömlu er þakkað fyrir vel unnin störf. Stjórn 2019-2020 Jón Þorberg Steindórsson Formaður Ágúst Hafsteinsson Sigurður Sigurðarson Randi Holaker Reynir Örn Pálmason til eins árs varastjórn: Darri Gunnarsson Jóhann G. Jóhannsson
0 Comments
Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsakynnum ÍSÍ miðvikudaginn 13. nóvember. Allir félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |