Þann 18. október síðastliðinn var aðalfundur félagsins haldinn. Ljóst var fyrir fundinn að miklar breytingar yrðu á stjórn GDLH þar sem margir í fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Magnús Sigurjónsson hafði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður og Gísli Guðjónsson, Ingibergur Árnason, Helga Claessen og Stefán Ágústsson gáfu ekki kost á sér í stjórn. Þeim er öllum þakkað kærlega fyrir sín störf á undangengnum árum. Í félaginu eru sem betur fer margir dugmiklir dómarar sem eru tilbúnir að leggja sitt að mörkum. Eftir kosningar varð ljóst að Erlendur Árnason er nýr formaður GDLH. Jón Þórberg Steindórsson og Sigurður Sigurðarson hlutu kosningu í aðalstjórn og Darri Gunnarsson og Jóhann G. Jóhannesson í varastjórn. Ágúst Hafsteinsson mun áfram gegna stöðu gjaldkera og Ólafur Árnason verður áfram ritari félagsins. Stjórnin hefur þegar tekið til starfa og fyrsta verk hennar var að skipa í fræðslunefnd. En hana skipa Valdimar Ólafsson formaður, Gísli Guðjónsson, Marjolijn Tiepen, Sindri Sigurðsson, Stefán Ágústsson og Valur Valsson. Fundargerðir verða aðgengilegar á síðu GDLH innan skamms.
0 Comments
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |