Síðastliðið vor stóð fræðslunefnd félagsins fyrir námskeiði fyrir ný og landsdómara. Fríður hópur hestamanna mætti til leiks og þreyttu alls 11 próf að lokum. Óhætt er að segja að námskeiðið hafi heppnast vel en í raðir okkar hafa bæst 7 félagsdómarar og tveir landsdómarar. Það bætist því en í hóp gæðingadómara og sérstaklega ánægjulegt að sjá landsdómurum fjölga í þeim löndum þar sem uppgangur gæðingakeppninar er hvað mestur sem styrkir okkar starf í Evrópu. Við viljum við nota tækifærið og bjóða þessa nýju dómara velkomna í hópinn og óska þeim velfarnaðar í starfi en þau eru:
Félagsdómarar: Elvar Logi Friðriksson Halldór Sigurkarlsson Haukur Bjarnason Ingi Björn Leifsson Randi Holaker Reynir Atli Jónsson Reynir Örn Pálmason Landsdómarar: Hekla Katharína Kristinsdóttir Mathilde Hjort
0 Comments
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |