Þá ættu allir virkir dómarar að vera komnir með aðgang að Sportfeng. Sumir voru þegar komnir með aðgang og nota hann hér eftir sem áður. Hinir sem ekki hafa áður verið á Sportfeng eiga að hafa fengið sendan tölvupóst með aðgangs- og lykilorði. Ef einhverjir hafa ekki fengið hann sendan vinsamlegast hafið samband hið fyrsta. Við viljum ítreka að allir dómarar eiga að kynna sér vel hvernig kerfið virkar og kunna á það þegar mótin hefjast.
0 Comments
LH býður upp á námskeið í Sportfeng í kvöld og annað kvöld. Mikilvægt er að við dómarar lærum á hugbúnaðinn áður en mót sumarsins hefjast.
Skeifunni Léttishöllinni Akureyri kl. 18:00 mánudaginn 7. maí. • Samskipahöllinni Spretti Kópavogi kl. 18:00 mánudaginn 7. maí. • Hótel Stracta Hellu kl. 19:00 þriðjudaginn 8. maí. Námskeið í notkun hins nýja mótakerfis Sportfengs, verður haldið mánudagskvöldið 7.maí í Samskipahöllinni í Spretti kl 18:00. Mikilvægt fyrir alla dómara sem ekki þekkja Sportfeng að mæta og læra á forritið, því öll mót sumarsins verða keyrð í gegnum það.
LH mun standa fyrir Sportfengsnámskeiði mánudaginn kemur, þann 7. maí n.k. á Akureyri.
Námskeiðið hefst kl. 18:00 í Skeifunni, veislusalnum í reiðhöll þeirra Léttismanna. Allir dómarar á Norðurlandi eru eindregið hvattir til þess að mæta námskeiðið þar sem öll mót sumarsins verða keyrð á Sportfeng og nauðsynlegt fyrir okkur dómara að kunna á kerfið. |
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |