Fyrra samhæfingarnámskeið ársins verður í húsakynnum ÍSÍ kl: 18:00 í kvöld þann 11. mars. Námskeiðið kostar 15000 kr. og félagsgjöldin eru 3000 kr.
Sjáumst í kvöld! Fræðslunefndin Á myndinni eru úrslitahestar í opnum flokki: Auður frá Aðalbóli og Stella Björg Kristinsdóttir, Bryndís frá Aðalbóli I og Adolf Snæbjörnsson, Jónas frá Litla-Dal og Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Hrímni frá Hvítárholti, Þinur frá Enni og Ástríður Magnúsdóttir og loks sigurvegarinn Stofn frá Akrannesi og Sigurður Sigurðarson. Laugardaginn 9. mars var haldið fyrsta innanhús mótið í gæðingakeppni í Samskipahöllinni. Keppt var í Barnaflokki og B-flokki. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika tókst þessi tilraun með ágætum og sannaði að Gæðingakeppnin getur vel farið fram innanhús. Þannig verður keppni yfir veturinn fjölbreyttari og vettvangur skapasts fyrir fleiri hestgerðir. Knapar og hestar nutu sín í Samskipahöllinni og áhorfendur höfðu gaman af. Við viljum þakka Spretturum fyrir samstarfið, öllum okkar félögum sem komu að mótinu og gáfu vinnu sína og ekki síður öllum knöpum og aðstandendum þeirrra fyrir drengilega keppni. Við höldum ótrauð áfram að vinna gæðingakeppninni brautargegni í reiðhöllum landsins og næsta mót verður haldið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þann 23. mars.
|
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
November 2023
Fréttir |