![]() Aðalfundur gæðingadómarfélgasins fór fram föstudaginn 3.nóvember í húsakynnum ÍSÍ. Mætingin var fín þó það væri að sjálfsögðu betra að allir félagsmenn myndu mæta og koma skoðunum sínum á framfæri. Farið var yfir helstu mál síðasta starfsárs á gagnrýnan hátt og málin rædd á málefnalegum grundvelli. Magnús Sigurjónsson gaf sig einn fram til starfa sem formaður félagsins og var kosinn með lófaklappi. Davíð Jónsson vék úr stjórn og í hans stað tók Ágúst Hafsteinsson við sæti í stjórn. Vill GDLH þakka Davíð Jónssyni fyrir sitt framlag til félagsins síðastliðin ár. Stjórn gæðingadómarafélagsins fyrir komandi starfsár er því þannig skipuð: Formaður; Magnús Sigurjónsson, Ritari; Gísli Guðjónsson, Gjaldkeri; Pétur Vopni Sigurðsson, Meðstjórnendur; Ágúst Hafsteinsson og Ingibergur Árnason. Varamenn: Helga Claessen og Stefán Ágústsson Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá GDLH. Námskeiðahald erlendis sem og upprifjunarnámskeið hér heima. Nú þegar er vinna hafin við nýja heimasíðu sem á að auðvelda aðgengi félagsmanna og annarra að öllu sem viðkemur gæðingakeppni. Stjórn GDLH lítur björtum augum fram á veginn og hlakkar til að takast á við komandi starfsár með sínum félagsmönnum. f.h. stjórnar Gísli Guðjónsson
2 Comments
29/5/2025 07:05:09 am
\xC9g finnst \xFEa a\xF0 stj\xF3rnar skipuninn s\xE9 g\xF3\xF0ur.
Reply
Leave a Reply. |
GDLHTöluvpóstur: [email protected] Lög og reglur
March 2025
Fréttir |