Tillaga 60. Landsþing Landssambands hestamannafélaga, haldið í Stykkishólmi 14. og 15. október 2016, samþykkir að C-flokkur gæðinga verði ný lögleg keppnisgrein.
Flokkur Knapi og hestur sem keppir í C- flokki, getur ekki keppt líka í A og B flokk á sama móti 7.5.2.3 C - flokkur gæðinga Hringvöllur : Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet , tölt og/eða brokk, og stökk. Sýni keppandi bæði brokk og tölt er einkunn fyrir betri gangtegundina notuð. Einkunnir skulu gefnar eftir þeirri reglu að talan 5 er grunntala þ.e. lægsta tala í einkunnargjöf og jafngildir því núlli. Einkunnir skal reikna samkvæmt eftirfarandi kvarða: C- flokkur Atriði Einkunn Vægi 1. Fetgangur 5 – 10 1 2.Brokk og/ eða tölt 5 - 10 1 3. Stökk 5 – 10 1 4. Vilji 5 - 10 1 5. Fegurð í reið 5 - 10 1 Deilitala dómara til að fá aðaleinkunn keppanda er 5. Séu allar einkunnir lesnar upp er deilt í dómpalli með 15 séu 3 dómarar að dæma, en 25 séu fimm dómarar að dæma.
Viðbót í kafla 7.6 Um úrslitakeppni gæðingakeppninnar. 7.6.2.4 Úrslit C - flokkur Sýna skal fet allt að einum hring upp á hvora hönd. Tölt og/eða brokk skal sýna minnst tvo hringi til hvorrar handar. Knapi þarf að velja hvort hann sýnir tölt eða brokk í úrslitum, hann getur ekki sýnt bæði. Stökk skal sýna tvo spretti, einn í einu, með hraðamun og mjúkri niðurhægingu. Stökk Keppendur safnist saman á skammhlið / eða enda brautar ef notuð er bein braut og komi sér saman um, í samráði við stjórnanda, í hvora áttina skal ríða. Eftir hverja gangtegund er gefin einkunn og í lokin fyrir vilja og fegurð í reið.
Greinargerð Með tilkomu C-flokks telur GDLH sig vera að mæta þeim óskum sem uppi eru um léttara keppnisfyrirkomulag í gæðingakeppni og þannig koma til móts við minna keppnisvana knapa. Óskir um þetta keppnisfyrirkomulag koma að stórum hluta frá Evrópu þar sem keppnisknapar ráða ekki við það að sýna heilsteypt prógram í A- eða B-flokki. Gæðingakeppnin fer fram skv. lögum og reglum L.H. GDLH setur því áherslu á að C-flokkur verði samþykktur í lögum og reglum LH. Það er því ljóst að með því að samþykkja C-flokk sem keppnisgrein á hringvelli auðveldar það aðkomu minna keppnisvanra knapa að því skemmtilega keppnisfyrirkomulagi sem gæðingakeppnin er. Vonandi öðlast svo þeir knapar, sem byrja að keppa í C-flokk, færni á sínum hesti til að taka þátt í A- eða B-flokki. Staðan undanfarin ár hefur verið sú að t.d. í Danmörku og Þýskalandi hafa verið haldi svipuð mót, þ.e.a.s. þrígangsmót í gæðingakeppni, og hafa löndin oft á tíðum búið til sínar eigin reglur. Með C – flokknum er kominn rammi sem mótshaldarar geta farið eftir og boðið uppá. Margar tillögur hafa komið fram um framkvæmd og fyrirkomulag, t.d. sleppa feti, sleppa stökki, sleppa brokki, sleppa fegurð í reið og vilja, dæma ásetu og stjórnun og svo framvegis, er það okkar niðurstaða að þetta sé besta formið og gefi sem flestum knöpum og flestum hestgerðum tækifæri að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Einnig er það mikill áhugi hjá okkur að lögleiða þessa keppni á beinni braut, þar sem mikil vöntun er á hringvöllum í Evrópu, en ef að það eitt er að tefja að þessi tillaga komist inn í lög og reglur þá viljum við sleppa því að sinni. Frá Svíþjóð “Síðustu ár hefur gæðingakeppnin verið á mikilli uppleið í Svíþjóð. Haldin eru milli 15-20 mót ár hvert og yfirleitt eru þau með 40-80 keppendur hvert. Í sumar var vel heppnað SM í gæðingakeppni og búumst við að það verði enn meiri aukning á mótum næstu ár. C flokkurinn hefur haft góð áhrif hérna í Svíþjóð. Við höfum valið að keppa í honum með sama formi og barnaflokkur er riðinn fyrir utan að við leyfum ekki písk. Í úrslitum höfum við sýnt fet, brokk eða tölt og stökk. Fegurð í reið og vilji hafa einnig verið inni í þessu. Ástæða fyrir vinsældum C flokks er sú að í Svíþjóð er ekki hefð fyrir gæðingakeppni og hefur því hinn almenni hestamaður fá tækifæri að æfa sig í að keppa í gæðingakeppni. Fyrst og fremst að læra að sýna brokk og stökk á öðrum hraða en er í sporti, og einnig að þurfa ekki að mæta topphestunum og toppknöpunum strax. Oft hefur komið í ljós að viðkomandi hefur haft frambærilegan hest í B flokk eða A flokk og skráir sig svo þar í næstu keppni. Þetta er því frábær flokkur til að markaðssetja keppnina. Skapar markað fyrir annarri týpu af hestum en passar í sport, það er almenna útreiðarhestinum sem hefur góðan vilja. Einnig hefur þetta góð áhrif á reiðkennslu og sérstaklega að kynna íslenska reiðmennsku. Okkur finnst mikilvægt að þessi flokkur verði því tekinn inn í gæðingakeppnina formlega og reglurnar verði sömu allstaðar og skýrar”. Fyrir hönd Tävlingsektion Gæðinga SIf.Svíþjóð Illugi G. Pálsson Gæðingadómari búsettur í Svíþjóð Frá Danmörk “Í Danmörku er C-flokkurinn nauðsynlegur til að auka áhugann á gæðingakeppni. Margir knapar hefa ekki kjark til þess að byrja í A eða B-flokki, og oft vantar aðeins upp á gangtegundir til þess að keppa í öðrum flokkum.” Bestu kveðjur frá Danmörku, Line Kaae Hansen Lagt til að þessi tillaga verði samþykkt og það verði gerð ný breyting á næsta þing. Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Flokkur Knapi og hestur sem keppir í C- flokki, getur ekki keppt líka í A og B flokk á sama móti 7.5.2.3 C - flokkur gæðinga Hringvöllur : Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet , tölt og/eða brokk, og stökk. Sýni keppandi bæði brokk og tölt er einkunn fyrir betri gangtegundina notuð. Einkunnir skulu gefnar eftir þeirri reglu að talan 5 er grunntala þ.e. lægsta tala í einkunnargjöf og jafngildir því núlli. Einkunnir skal reikna samkvæmt eftirfarandi kvarða: C- flokkur Atriði Einkunn Vægi 1. Fetgangur 5 – 10 1 2.Brokk og/ eða tölt 5 - 10 1 3. Stökk 5 – 10 1 4. Vilji 5 - 10 1 5. Fegurð í reið 5 - 10 1 Deilitala dómara til að fá aðaleinkunn keppanda er 5. Séu allar einkunnir lesnar upp er deilt í dómpalli með 15 séu 3 dómarar að dæma, en 25 séu fimm dómarar að dæma.
Viðbót í kafla 7.6 Um úrslitakeppni gæðingakeppninnar. 7.6.2.4 Úrslit C - flokkur Sýna skal fet allt að einum hring upp á hvora hönd. Tölt og/eða brokk skal sýna minnst tvo hringi til hvorrar handar. Knapi þarf að velja hvort hann sýnir tölt eða brokk í úrslitum, hann getur ekki sýnt bæði. Stökk skal sýna tvo spretti, einn í einu, með hraðamun og mjúkri niðurhægingu. Stökk Keppendur safnist saman á skammhlið / eða enda brautar ef notuð er bein braut og komi sér saman um, í samráði við stjórnanda, í hvora áttina skal ríða. Eftir hverja gangtegund er gefin einkunn og í lokin fyrir vilja og fegurð í reið.
Greinargerð Með tilkomu C-flokks telur GDLH sig vera að mæta þeim óskum sem uppi eru um léttara keppnisfyrirkomulag í gæðingakeppni og þannig koma til móts við minna keppnisvana knapa. Óskir um þetta keppnisfyrirkomulag koma að stórum hluta frá Evrópu þar sem keppnisknapar ráða ekki við það að sýna heilsteypt prógram í A- eða B-flokki. Gæðingakeppnin fer fram skv. lögum og reglum L.H. GDLH setur því áherslu á að C-flokkur verði samþykktur í lögum og reglum LH. Það er því ljóst að með því að samþykkja C-flokk sem keppnisgrein á hringvelli auðveldar það aðkomu minna keppnisvanra knapa að því skemmtilega keppnisfyrirkomulagi sem gæðingakeppnin er. Vonandi öðlast svo þeir knapar, sem byrja að keppa í C-flokk, færni á sínum hesti til að taka þátt í A- eða B-flokki. Staðan undanfarin ár hefur verið sú að t.d. í Danmörku og Þýskalandi hafa verið haldi svipuð mót, þ.e.a.s. þrígangsmót í gæðingakeppni, og hafa löndin oft á tíðum búið til sínar eigin reglur. Með C – flokknum er kominn rammi sem mótshaldarar geta farið eftir og boðið uppá. Margar tillögur hafa komið fram um framkvæmd og fyrirkomulag, t.d. sleppa feti, sleppa stökki, sleppa brokki, sleppa fegurð í reið og vilja, dæma ásetu og stjórnun og svo framvegis, er það okkar niðurstaða að þetta sé besta formið og gefi sem flestum knöpum og flestum hestgerðum tækifæri að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Einnig er það mikill áhugi hjá okkur að lögleiða þessa keppni á beinni braut, þar sem mikil vöntun er á hringvöllum í Evrópu, en ef að það eitt er að tefja að þessi tillaga komist inn í lög og reglur þá viljum við sleppa því að sinni. Frá Svíþjóð “Síðustu ár hefur gæðingakeppnin verið á mikilli uppleið í Svíþjóð. Haldin eru milli 15-20 mót ár hvert og yfirleitt eru þau með 40-80 keppendur hvert. Í sumar var vel heppnað SM í gæðingakeppni og búumst við að það verði enn meiri aukning á mótum næstu ár. C flokkurinn hefur haft góð áhrif hérna í Svíþjóð. Við höfum valið að keppa í honum með sama formi og barnaflokkur er riðinn fyrir utan að við leyfum ekki písk. Í úrslitum höfum við sýnt fet, brokk eða tölt og stökk. Fegurð í reið og vilji hafa einnig verið inni í þessu. Ástæða fyrir vinsældum C flokks er sú að í Svíþjóð er ekki hefð fyrir gæðingakeppni og hefur því hinn almenni hestamaður fá tækifæri að æfa sig í að keppa í gæðingakeppni. Fyrst og fremst að læra að sýna brokk og stökk á öðrum hraða en er í sporti, og einnig að þurfa ekki að mæta topphestunum og toppknöpunum strax. Oft hefur komið í ljós að viðkomandi hefur haft frambærilegan hest í B flokk eða A flokk og skráir sig svo þar í næstu keppni. Þetta er því frábær flokkur til að markaðssetja keppnina. Skapar markað fyrir annarri týpu af hestum en passar í sport, það er almenna útreiðarhestinum sem hefur góðan vilja. Einnig hefur þetta góð áhrif á reiðkennslu og sérstaklega að kynna íslenska reiðmennsku. Okkur finnst mikilvægt að þessi flokkur verði því tekinn inn í gæðingakeppnina formlega og reglurnar verði sömu allstaðar og skýrar”. Fyrir hönd Tävlingsektion Gæðinga SIf.Svíþjóð Illugi G. Pálsson Gæðingadómari búsettur í Svíþjóð Frá Danmörk “Í Danmörku er C-flokkurinn nauðsynlegur til að auka áhugann á gæðingakeppni. Margir knapar hefa ekki kjark til þess að byrja í A eða B-flokki, og oft vantar aðeins upp á gangtegundir til þess að keppa í öðrum flokkum.” Bestu kveðjur frá Danmörku, Line Kaae Hansen Lagt til að þessi tillaga verði samþykkt og það verði gerð ný breyting á næsta þing. Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.