7.5 Reglugerð LH fyrir einkunnaútreikning í gæðingakeppni.
7.5.1 Reikniregla um uppgjör dóma
Dómarar birti einkunnir með 2 aukastöfum þegar aðaleinkunn er birt og skal meðaleinkunn keppenda birt þannig. Reikna skal einkunn og gera út um sætaröðum með þriðja aukastaf. Þessi regla gildir um alla flokka gæðingakeppninnar.
7.5.2 Verkefni 7.5.2.1 A-flokkur gæðinga. Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, tölt, brokk, stökk og skeið. Heimilt er að sýna skeið einu sinni á
175 m langri braut sbr. ákvæði 7.4.3. Einkunnir skulu gefnar eftir þeirri reglu að talan 5 er grunntala, þ.e. lægsta tala í einkunnagjöf og jafngildir því núlli.
Einkunnir skal reikna samkvæmt eftirfarandi kvarða:
Alhliða hestar (A-flokkur)
Atriði Einkunn Vægi
1. Fetgangur 5-10 *1
2. Brokk 5-10 *1
3. Tölt 5-10 *2
4. Stökk 5-10 *1
5. Skeið 5-10 *2
6. Vilji 5-10 *2
7. Fegurð í reið 5-10 *2
Deilitala dómara til að fá aðaleinkunn keppanda er 11. Séu allar einkunnir lesnar upp er deilt í
dómpalli með 33 séu 3 dómarar að dæma en 55 séu fimm dómarar að dæma.
7.6 Um úrslitakeppni gæðingakeppninnar
7.6.1 Þátttökuréttur í úrslitakeppni. Á félagsmótum skulu þeir hestar, sem hæstar einkunnir hafa hlotið í forkeppni, koma aftur fyrir dómnefnd og skal þá endanlega skorið úr um röð hestanna í úrslitakeppni. Í úrslitakeppni skulu taka þátt jafnmargir hestar og verðlaun eiga að hljóta. Á landsmótum hafa mótshaldarar heimild til að hafa bæði A og B úrslit í öllum flokkum. Í A-úrslitum keppi hestar í 1. til 7. sæti í forkeppni en í B-úrslitum hestar sem náð hafa 8. til 15. sæti í forkeppni.
Efsti hestur í B-úrslitum fær keppnisrétt í A-úrslitum. Á fjórðungs og stórmótum hafa 8 hestar þátttökurétt í öllum
flokkum. Á öðrum mótum eiga 5 eða 3 hestar þátttökurétt. Forfallist hestur, öðlast fyrsti varahestur úr forkeppninni þátttökurétt. Framkvæmdanefnd sér um að allir knapar beri greinileg númer á báðum hliðum t.d. á stígvélum.
Á öðrum hestamótum en lands- fjórðungs- og stórmótum, má viðhafa svona form á úrslitakeppni, ákveði viðkomandi framkvæmdanefnd svo.
7.6.2 Framkvæmd úrslitakeppni
Hestunum er riðið samtímis, með ákveðnu millibili, í dómhring. Stjórnandi segir til um í samræmi við reglur hvaða atriði ber að sýna hverju sinni. Hann skal sjá um að jafnt sé riðið á báðar hendur nema í skeiði í A-flokki. Í A og B flokki er gefin einkunn á milli gangtegunda fyrir hvern keppanda og í lokin fyrir fegurð í reið og vilja, hvort fyrir sig. Framkvæmdanefnd sér um að allir knapar beri greinileg númer á báðum hliðum, t.d. á stígvélum.
7.6.2.1 Alhliða hestar – A-flokkur
Úrslit skulu fara þannig fram:
Sýna skal tölt á frjálsum hraða allt að tveim hringjum til hvorrar handar.
Sýna skal brokk allt að tveim hringjum til hvorrar handar.
Sýna skal tvo skeiðspretti báða til sömu handar, að höfðu samráði við keppendur.
Á milli atriða og þegar skipt er um hring, skulu keppendur hægja niður á fet, jafna bilin og bíða frekari
fyrirmæla frá stjórnanda. Öll úrslitakeppni skal hefjast á vinstri hönd.
7.6.2.3 Hestar jafnir eftir úrslit
Séu tveir eða fleiri hestar jafnir í efsta sæti eftir úrslit skulu dómarar sýna röðun byggða á einkunnum
sem þeir gáfu áður. Einungis má sýna fyrsta sætið einu sinni. Ef hestar eru jafnir í öðru sæti en því
fyrsta, deila þeir með sér sætinu. Hlutkesti ræður úthlutun verðlauna.
Íslensk sérregla: Verði knapar jafnir í einhverju öðru sæti en því fyrsta og það sæti skiptir máli í
annarri keppni svo sem um Íslandsmeistaratitil eða innanfélagstitil skal nota sömu aðferð, þ.e.
dómarar sýni sætaröðun byggða á einkunnum gefnum í úrslitum þar sem einungis má nota fyrsta
sætið einu sinni.
7.6.3 Keppnisröð á stórmótum
Í gæðingakeppni og keppni í yngri aldursflokkum á lands- og fjórðungsmótum, er keppnisröð hesta
ákveðin með útdrætti, sem framkvæmdanefnd annast. Keppendum eða fulltrúum þeirra er heimilt
að vera viðstaddir útdráttinn.
7.5.1 Reikniregla um uppgjör dóma
Dómarar birti einkunnir með 2 aukastöfum þegar aðaleinkunn er birt og skal meðaleinkunn keppenda birt þannig. Reikna skal einkunn og gera út um sætaröðum með þriðja aukastaf. Þessi regla gildir um alla flokka gæðingakeppninnar.
7.5.2 Verkefni 7.5.2.1 A-flokkur gæðinga. Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, tölt, brokk, stökk og skeið. Heimilt er að sýna skeið einu sinni á
175 m langri braut sbr. ákvæði 7.4.3. Einkunnir skulu gefnar eftir þeirri reglu að talan 5 er grunntala, þ.e. lægsta tala í einkunnagjöf og jafngildir því núlli.
Einkunnir skal reikna samkvæmt eftirfarandi kvarða:
Alhliða hestar (A-flokkur)
Atriði Einkunn Vægi
1. Fetgangur 5-10 *1
2. Brokk 5-10 *1
3. Tölt 5-10 *2
4. Stökk 5-10 *1
5. Skeið 5-10 *2
6. Vilji 5-10 *2
7. Fegurð í reið 5-10 *2
Deilitala dómara til að fá aðaleinkunn keppanda er 11. Séu allar einkunnir lesnar upp er deilt í
dómpalli með 33 séu 3 dómarar að dæma en 55 séu fimm dómarar að dæma.
7.6 Um úrslitakeppni gæðingakeppninnar
7.6.1 Þátttökuréttur í úrslitakeppni. Á félagsmótum skulu þeir hestar, sem hæstar einkunnir hafa hlotið í forkeppni, koma aftur fyrir dómnefnd og skal þá endanlega skorið úr um röð hestanna í úrslitakeppni. Í úrslitakeppni skulu taka þátt jafnmargir hestar og verðlaun eiga að hljóta. Á landsmótum hafa mótshaldarar heimild til að hafa bæði A og B úrslit í öllum flokkum. Í A-úrslitum keppi hestar í 1. til 7. sæti í forkeppni en í B-úrslitum hestar sem náð hafa 8. til 15. sæti í forkeppni.
Efsti hestur í B-úrslitum fær keppnisrétt í A-úrslitum. Á fjórðungs og stórmótum hafa 8 hestar þátttökurétt í öllum
flokkum. Á öðrum mótum eiga 5 eða 3 hestar þátttökurétt. Forfallist hestur, öðlast fyrsti varahestur úr forkeppninni þátttökurétt. Framkvæmdanefnd sér um að allir knapar beri greinileg númer á báðum hliðum t.d. á stígvélum.
Á öðrum hestamótum en lands- fjórðungs- og stórmótum, má viðhafa svona form á úrslitakeppni, ákveði viðkomandi framkvæmdanefnd svo.
7.6.2 Framkvæmd úrslitakeppni
Hestunum er riðið samtímis, með ákveðnu millibili, í dómhring. Stjórnandi segir til um í samræmi við reglur hvaða atriði ber að sýna hverju sinni. Hann skal sjá um að jafnt sé riðið á báðar hendur nema í skeiði í A-flokki. Í A og B flokki er gefin einkunn á milli gangtegunda fyrir hvern keppanda og í lokin fyrir fegurð í reið og vilja, hvort fyrir sig. Framkvæmdanefnd sér um að allir knapar beri greinileg númer á báðum hliðum, t.d. á stígvélum.
7.6.2.1 Alhliða hestar – A-flokkur
Úrslit skulu fara þannig fram:
Sýna skal tölt á frjálsum hraða allt að tveim hringjum til hvorrar handar.
Sýna skal brokk allt að tveim hringjum til hvorrar handar.
Sýna skal tvo skeiðspretti báða til sömu handar, að höfðu samráði við keppendur.
Á milli atriða og þegar skipt er um hring, skulu keppendur hægja niður á fet, jafna bilin og bíða frekari
fyrirmæla frá stjórnanda. Öll úrslitakeppni skal hefjast á vinstri hönd.
7.6.2.3 Hestar jafnir eftir úrslit
Séu tveir eða fleiri hestar jafnir í efsta sæti eftir úrslit skulu dómarar sýna röðun byggða á einkunnum
sem þeir gáfu áður. Einungis má sýna fyrsta sætið einu sinni. Ef hestar eru jafnir í öðru sæti en því
fyrsta, deila þeir með sér sætinu. Hlutkesti ræður úthlutun verðlauna.
Íslensk sérregla: Verði knapar jafnir í einhverju öðru sæti en því fyrsta og það sæti skiptir máli í
annarri keppni svo sem um Íslandsmeistaratitil eða innanfélagstitil skal nota sömu aðferð, þ.e.
dómarar sýni sætaröðun byggða á einkunnum gefnum í úrslitum þar sem einungis má nota fyrsta
sætið einu sinni.
7.6.3 Keppnisröð á stórmótum
Í gæðingakeppni og keppni í yngri aldursflokkum á lands- og fjórðungsmótum, er keppnisröð hesta
ákveðin með útdrætti, sem framkvæmdanefnd annast. Keppendum eða fulltrúum þeirra er heimilt
að vera viðstaddir útdráttinn.